.

Allir tapa

Þetta hlýtur að virka á hinn veginn líka og grafískir hönnuðir ættu að geta gert þá kröfu á ljósmyndara að þeir vinni ekki myndir sínar heldur taki þær eingöngu (þ.e.a.s. ef myndvinnsla er lögvarin starfsemi grafískra hönnuða). Þá þurfa ljósmyndarar að senda myndir sínar á grafíska hönnuði, verðið rýkur upp úr öllu valdi og allir tapa.

Ég velti líka fyrir mér hvort ófaglærðir íslenskir "ljósmyndarar" megi þá hafa tekjur af sölu mynda á vefsíðum á borð við nordicphotos.com, istockphoto.com og tugum annarra slíkra síðna. Það væri gaman að heyra haldbær rök löglærðra ljósmyndara en það er erfitt að sjá þau í fljótu bragði.


mbl.is „Þarf líklega að hætta starfsemi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki til þess að myndvinnsla sé lögvarin, þó að ljósmyndun sé það.

En ógfaglærðir mega alveg hafa tekjur af myndum. Svo lengi sem þeir taka myndina fyrst, og reyna svo að selja hana seinna. (t.d. kaupa fréttamiðlar oft ljósmyndir af áhugaljósmyndurum sem hafa náð góðum myndum af einhverju.)

En ófaglærður má hinsvegar ekki bjóða "þjónustu" sína. Þ.e.  viðkomandi má ekki augljýsa að hann/hún sé tilbúin til þess að taka mynd af einhverju gegn gjaldi.

Með öðrum orðum, þá má ég taka mynd af Esjunni og selja þér. En ég má ekki bjóðast til þess að fara og taka mynd af Esjunni til að selja, né mátt þú koma til mín og biðja mig um að fara og taka mynd af Esjunni og borga mér fyrir.

Lögin sem snúa að þessu eru nokkuð skýr, (ljósmyndun er iðngrein, og iðngreinar eru sérstaklega varðar). Hvort að lögin standast tímans tönn og eigi við í "nútímanum" er svo allt annað efni. (Og menn deila um.)

Jónatan (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 13:33

2 identicon

Þetta er ósköp einfalt. Ljósmyndun er löggillt iðngrein og má bara starfa sem ljósmyndari ef viðkomandi hefur lokið prófi. Nákvæmlega sama og rafvirkjar og píparar.

Ég sé ekki munin á að fá grafískan hönnuð til að taka ljósmyndir eða til að leggja rafmagn í húsið mitt... bæði er ólöglegt.

Sturla Einarsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Benedikt Bjarnason

@Sturla

Kannski pínulítil einföldun hjá þér því fæstir geta lagt rafmagn en flestir geta tekið myndir - auðvitað misvel. Að ég best fæ skilið er ljósmyndun síðan skyldufag í grafískri hönnun. Á það bætist að myndvinnslan er stór hluti ljósmyndunar ef vel á vera. Meira að segja mér hefur tekist að gera mínar myndir fallegar í rétta forritinu.

@Jóntan hittir hins vegar á kjarna málsins. Þetta snýst ekki um hvað sé sanngjarnt heldur hvað lögin segja um málið. Hvort þau eru lög eða lögleysa er síðan önnur og stærri umræða.

Hins vegar er gott að fá hina hliðina í umræðuna enda virðist hún eingöngu fjalla um ósanngirni dómsins. Þið félagar ættuð sennilega að taka skoðanir ykkar á fjöllesnari svæði en þetta til að báðar hliðar málsins birtist. Annars er viðbúð að almenningsálitið verði stéttinni ósigrandi.

Benedikt Bjarnason, 3.11.2010 kl. 13:42

4 identicon

Óþolandi og óréttlætanleg afskipti ríkisvaldsins.

Stundum líður manni eins og þetta sé bara kommúnistaríki.

Geiri (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 14:02

5 identicon

En nú er hún, ef rétt er hjá henni, ekki að selja myndatökuna sjálfa, einungis myndvinnsluna. Getur það virkilega verið að lærður grafískur hönnuður megi ekki breyta/vinna myndir og fá borgað fyrir það? Er lögverndin hjá ljósmyndurum svo viðamikil, jafnvel þó hún sé frá 1978?

Ég skil vel að ekki megi rukka fyrir að taka myndir ef maður er ekki lærður ljósmyndari en að vinna þær áfram tengist í raun ljósmyndun lítið, þ.e. ferlinu að taka myndir...

Nú er spurning hvað allar auglýsingarstofurnar gera sem eru að nota sína grafísku hönnuði til að vinna myndir sem ljósmyndari hefur tekið. Miðað við þetta verða þær að láta af því nema að ráða ljósmyndara til að sjá um alla myndvinnslu líka...

Doddi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 14:03

6 identicon

Sturla: Munurinn á að fá grafískan hönnuð til að taka ljósmyndir eða leggja rafmagns- og pípulagnir er bara töluverður.

Til að byrja með þá skilst mér að grafískir hönnuðir þurfi að læra e-ð í ljósmyndun.

En ef að grafískur hönnuður skilar ljósmyndaverkinu af sér illa, þá er eini "skaðinn" sá að viðskiptavinurinn verður óánægður.
Ef að rafvirki eða pípari skilar verkinu sínu af sér illa, þá getur það hinsvegar valdið tjóni og stofnað lífi fólks í hættu. Það getur jú kviknað út frá rafmagni. Og ónýtar pípulagnir geta eyðilagt út frá sér og búið til milljóna tjón.
Ekkert af þessu er sambærilegt við ljósmyndun á neinn hátt.

Ljósmyndun er listgrein, og því "lærðari" sem menn eru, því meiri líkur(eflaust) eru á að þeir skili góðu verki af sér.(Það eru alveg til lélegir faglærðir ljósmyndarar líka.)

Ég þarf ekki próf úr tónlistarskóla til að geta stofnað hljómsveit. Og til eru góðir tónlistarmenn sem hafa ekki farið í gegnum tónlistarskóla. En þó eru margir sem leggja leið sína í tónlistarskóla til að afla sér meiri þekkingar og/eða fá leiðsögn í hvað þeir geti gert betur. Og frábært. En ættum við þá að setja lög um að "hljómsveitir"  mættu ekki auglýsa sig og starfa nema að allir meðlimir hafi lokið prófi úr tónlistarskóla?

Þó að ljósmyndun sé "löggilt iðngrein" þá er það tímaskekkja að halda því fram að ljósmyndun sé iðngrein. Framköllun má vel vera iðngrein, en ljósmyndun er það svo sannarlega ekki.

Jónatan (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 14:09

7 identicon

Meðan löggjafinn skilgreinir ljósmyndun sem iðngrein er hún iðngrein og ekkert annað

Þar með heyrir hún undir iðnlöggjöfina og viðkomandi vissi mæta vel að hún mátti ekki starfa en kaus samt að brjóta lög.

Ef hún var með svona snilldar sérhæfða lausn í grafískri myndvinnslu af hverju setti hún þá ekki á stofn fyrirtæki og seldi öllum ljósmyndurum sína vinnu.

 Hvernig væri að blaðamenn færu nú að vinna vinnuna sína og spyrja alvöru spurninga en ekki éta alla vitleysu hrátt

Ef ég rek fyrirtæki sem tekur ljósmyndir´þá er ég að selja ljósmyndir ekki myndvinnslu

Ef ég rek kjötvinnslu þá er ég að selja kjöt ekki plastumbúðir utan um kjöt

kristjan (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 16:05

8 Smámynd: Ellert Júlíusson

Mér skilst að þessi löggjöf sé til komin vegna þess að til forna þá fylgdu ljósmyndum allmikið magn hættulegra efna sem æskilegt var að menn hefðu sérþekkingu til að meðhöndla.

 Það er eitt og sér er náttúrulega úrelt í dag. En lög eru lög og þar til löggjafarvaldið sér að sér og breytir þeim þá standa þau.....eins arfavitlaus og þau eru.

Ellert Júlíusson, 3.11.2010 kl. 17:25

9 identicon

Rétt hjá þér kristjan að ljósmyndun heyrir undir iðnlöggjöfina en það er barn síns tíma og löngu úrelt eins og Ellert bendir á. Og eins og Jónatan segir má framköllun vel vera iðngrein en ljósmyndun svo sannarlega ekki. Þetta ákvæði gengur gegn 75.gr. stjórnarskrár enda eru engir almannahagsmunir af því að banna menntuðu fólki sem ómenntuðu að smella af myndavél og selja vinnu sína fyrirfram. Þess síður að banna fólki sem hefur fengið menntun í ljósmyndun og meðferð þeirra að gera það að atvinnu sinni eins og grafískir hönnuðir gera. Burtu með þetta ákvæði iðnlöggjafar strax!

logason (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 18:31

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég er grafískur hönnuður af gamla skólanum.  Það er að segja lærði fagið á áttunda áratugnum og hætti að vinna við það um það leyti sem tölvur komu til sögunnar. 

  Grafískir hönnuðir geta ekki gert neina kröfu til ljósmyndara um að þeir eftirvinni ekki myndir.  Grafísk hönnun er ekki lögverndað fag.  Hver sem er má sinna grafískri hönnun.  Enda er markaðurinn yfirfullur af "sjálflærðum" grafískum hönnuðum;  fólki sem hefur enga þekkingu í leturfræði,  semilógíu (táknmáli),  auglýsingasálfræði,  markaðsfræði eða öðru sem kennt var í auglýsingadeild MHÍ (ég veit ekkert hvernig kennslu í grafískri hönnun er háttað í dag í Listaháskólanum).  

  Vandamálið er að viðskiptavinurinn veit ekkert hvort hann er að kaupa grafíska hönnun af leikmanni eða fagmanni.  Viðkiptavinurinn þekkir ekki muninn og leikmaðurinn oft ekki heldur.  Sá síðarnefndi heldur iðulega að tölvukunnátta sé allt sem til þarf.  "Forritin gera þetta allt fyrir mann," sagði einn við mig um daginn.  Sá hefur verið að setja upp bæklinga og auglýsingar á mjög "amatörlegan" hátt.

  Hitt er deginum ljósara að það þarf að endurskoða eitthvað varðandi lögverndað fag ljósmyndarans.  Í gamla daga var dýrt að skipta við ljósmyndara.  En ljósmyndarinn var með allar góðu og dýru græjurnar,  kunni allt um lýsingar og allskonar tækniatriði.  Skilaði góðri vinnu.  Nú er öldin önnur.  Það er að segja að leikmaðurinn getur líka skilað góðri ljósmyndavinnu. 

Jens Guð, 4.11.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband