Þriðjudagur, 4. mars 2008
12-80 er ekki markhópur
Hins vegar eru það viðbrögð sjónvarpsstöðvanna sem vekja hvað mesta athygli. RÚV, nú sem fyrr mælist með yfirburðastöðu þegar heildin er skoðuð. Stöð 2 túlkar áhorfið út frá sínum áskrifendum og SkjárEinn út frá þrengri aldurshópi. Allir hafa eitthvað til síns máls en umræðan hefur fallið svolítið RÚV í hag. En málið er ekki svo einfalt.
Það er rétt að RÚV á langflesta vinsælustu þættina en það er hjá heildinni, 12-80 ára. Hins vegar er það svo að 12-80 er einfaldlega ekki markhópur. Svo fyrir auglýsendur segir þetta ekki neitt. Birtingahúsum er nákvæmlega sama um hvað sjónvarpsstöðvarnar röfla og tauta. Þau hafa tölurnar sem skipta máli beint fyrir framan sig.
Þannig getur vel verið að til að ná til 18-35 ára kvenna á höfuðborgarsvæðinu sé alls ekkert best að velja 10 vinsælustu þætti landsins til að birta í. Kannski er 22. vinsælasti þátturinn betri, bæði upp á verð og markhóp.
Sama hvaða standpínukeppni er í gangi milli stöðvanna, þá er hún að mestu gagnslaus. Langflestar birtingar í sjónvarp eru keyptar af birtingahúsum sem hlusta ekki á þessa vitleysu. Hverju hefur þetta þá skilað? Jú, Jón Jónsson í Grýtubakka veit að RÚV er langvinsælasta stöðin hjá Íslendingum. En Jón Jónsson birtir bara aldrei í sjónvarpi.
Breytt 8.3.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Hvernig á að markaðssetja penna?
Það er hægt að búa til ímynd glæsileika í kringum penna eða einfaldlega hafa þó ódýra og fáanlega allsstaðar. En hvað ef þú vilt skera þig úr og markaðssetja nýja línu á frumlegan hátt? OfficeMax var með ódýra penna og opnuðu æðislega síðu til að skapa létta og skemmtilega ímynd. Ég hvet alla lesendur til að taka þátt í prófinu (tekur 5 mínútur) og sjá niðurstöðuna. Mér finnst þetta allavega fyndið :)
það er svo annað mál hvort þetta hjálpar raunverulega að selja fleiri Tul penna. Sölutölur OfficeMax leiða það í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Trendin byrja í austri
Ég man að þegar ég var í Tokyo á síðasta ári þá vakti það mikla athygli mína sú tíska unglinga sem nefnist Ganguro (kallað appelsínugula fólkið þar ytra). Í grunnatriðum eru unglingarnir ofurbrúnir með aflitað hár og svo eins ýkt í klæðaburði eins og kostur er - án þess þó að missa sig í einhverjar lolitupælingar (eins og líka var nokkuð vinsælt). Þetta var sérstaklega áberandi í Shibuya, aðal tískuhverfi borgarinnar. Ég uppgötvaði í þessari ferð að allt byrjar í austri og ferðast vestur: Sólin, leikjatölvur....og tíska. Mér fannst Tokyobúar yfirmáta svalt fólk sem borðar á ubersvölum veitingastöðum, tekur vestræna tónlist og gerir hana ennþá flottari og eru með nýjustu og flottustu græjurnar. Ég ætla ekki einu sinni að minnast á neðanjarðarlestarnar þeirra - þær hljóta að koma til London eftir kannski 100 ár.
Nú sé ég í færslu Sigmars Kastara að hann óttast að eignast tengdason sem er einmitt appelsínugulur. Bráðsmellið innskot sem einhverjir lesendur kunna þó að misskilja sem rasisma. Samkvæmt einu svari þá er þessi tíska komin vestur og gott ef ég hef ekki séð íslenskar "ganguro" stelpur í Smárabíói um daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)