Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Lítil íslensk dæmisaga af markaðssetningu
Deild (íþróttagrein) hjá ónefndu íþróttafélagi í Reykjavík ákvað að reyna að fjölga iðkendum með að ná inn börnum og unglingum af erlendu bergi brotnu. Það er töluvert af þeim á þessu svæði.
Fyrirtæki var fengið til að útbúa dreifimiða á þeim málum sem þóttu nauðsynleg (m.a. pólsku) og honum dreift í hús. Svörunin var engin og menn veltu fyrir sér hvers vegna.
Þegar betur var að gáð hafði verið keypt dreifing með ónefndu dagblaði og dreifimiðarnir settir sem "insert" inn í það.
Vandamálið er að erlendar fjölskyldur sem ekki tala íslensku er afar ólíklegar til lesa íslensku.
Fjármunum hafði verið eytt, árangurinn var enginn en inneignin þeimur meiri í reynslubankanum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. mars 2008
Stærsta útiskilti heims komið upp í Hong Kong
Að sögn fulltrúa Calvin Klein er markmiðið m.a. að "auka meðvitund á vörumerkinu". Hann segir einnig að þau hafi fengið jákvæð viðbrögð.
Calvin Klein notaði eigin auglýsingastofu til verksins sem verður sýnilegt til 15. apríl.
Laugardagur, 8. mars 2008
Podvörpin komin á síðuna
Hér til hliðar eru Podvörp Ráðsins komin í tónlistarspilarann. Til að gerast áskrifandi í iTunes, smellið hér.
Til að fræðast um Podvörp (Podcasts) smellið hér (Apple) og hér (Wikipedia).
Góða hlustun.
Viðskipti og fjármál | Breytt 11.3.2008 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. mars 2008
Síða mánaðarins
Hollenskumælandi einstaklingar mega endilega senda Ráðinu póst og segja því betur frá þessu fyrirtæki.
Föstudagur, 7. mars 2008
Palli í podcastinu
UPPFÆRT: Nú er hægt að hlusta á Podvörpin þ.m.t. viðtalið við Pál Óskar í tónlistarspilaranum efst til vinstri á síðunni.
Það er komið nýtt Podvarp þar sem Páll Óskar fjallar á mjög áhugaverðan hátt um hvernig er að standa sjálfur í plötuútgáfu, framtíð tónlistar og ótal fleiri hluti. Eins og honum einum er lagið tekst honum að gera 18 mínútna viðtal allt of stutt.
Það kemur í ljós í þessu viðtali að Páll Óskar er ekki einungis frábær skemmtikraftur (vinsældalistar ljúga ekki) heldur einnig með nef fyrir viðskiptum og markaðssetningu.
Verst að Palli er fyrst og fremst listamaður. Annars gæti hann verið retail ráðgjafi stóru fyrirtækjanna.
Viðskipti og fjármál | Breytt 11.3.2008 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)