Föstudagur, 7. mars 2008
Palli í podcastinu
UPPFÆRT: Nú er hægt að hlusta á Podvörpin þ.m.t. viðtalið við Pál Óskar í tónlistarspilaranum efst til vinstri á síðunni.
Það er komið nýtt Podvarp þar sem Páll Óskar fjallar á mjög áhugaverðan hátt um hvernig er að standa sjálfur í plötuútgáfu, framtíð tónlistar og ótal fleiri hluti. Eins og honum einum er lagið tekst honum að gera 18 mínútna viðtal allt of stutt.
Það kemur í ljós í þessu viðtali að Páll Óskar er ekki einungis frábær skemmtikraftur (vinsældalistar ljúga ekki) heldur einnig með nef fyrir viðskiptum og markaðssetningu.
Verst að Palli er fyrst og fremst listamaður. Annars gæti hann verið retail ráðgjafi stóru fyrirtækjanna.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 11.3.2008 kl. 00:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning