Þriðjudagur, 4. mars 2008
12-80 er ekki markhópur
Loksins er byrjað að mæla sjónvarpsáhorf af einhverju viti hér á Íslandi. Capacent hefur byrjað rafrænar mælingar - svokallað PPM (Portable People Meter) svo nú er hægt að skoða réttari niðurstöður mun reglulegar en áður þekktist.
Hins vegar eru það viðbrögð sjónvarpsstöðvanna sem vekja hvað mesta athygli. RÚV, nú sem fyrr mælist með yfirburðastöðu þegar heildin er skoðuð. Stöð 2 túlkar áhorfið út frá sínum áskrifendum og SkjárEinn út frá þrengri aldurshópi. Allir hafa eitthvað til síns máls en umræðan hefur fallið svolítið RÚV í hag. En málið er ekki svo einfalt.
Það er rétt að RÚV á langflesta vinsælustu þættina en það er hjá heildinni, 12-80 ára. Hins vegar er það svo að 12-80 er einfaldlega ekki markhópur. Svo fyrir auglýsendur segir þetta ekki neitt. Birtingahúsum er nákvæmlega sama um hvað sjónvarpsstöðvarnar röfla og tauta. Þau hafa tölurnar sem skipta máli beint fyrir framan sig.
Þannig getur vel verið að til að ná til 18-35 ára kvenna á höfuðborgarsvæðinu sé alls ekkert best að velja 10 vinsælustu þætti landsins til að birta í. Kannski er 22. vinsælasti þátturinn betri, bæði upp á verð og markhóp.
Sama hvaða standpínukeppni er í gangi milli stöðvanna, þá er hún að mestu gagnslaus. Langflestar birtingar í sjónvarp eru keyptar af birtingahúsum sem hlusta ekki á þessa vitleysu. Hverju hefur þetta þá skilað? Jú, Jón Jónsson í Grýtubakka veit að RÚV er langvinsælasta stöðin hjá Íslendingum. En Jón Jónsson birtir bara aldrei í sjónvarpi.
Hins vegar eru það viðbrögð sjónvarpsstöðvanna sem vekja hvað mesta athygli. RÚV, nú sem fyrr mælist með yfirburðastöðu þegar heildin er skoðuð. Stöð 2 túlkar áhorfið út frá sínum áskrifendum og SkjárEinn út frá þrengri aldurshópi. Allir hafa eitthvað til síns máls en umræðan hefur fallið svolítið RÚV í hag. En málið er ekki svo einfalt.
Það er rétt að RÚV á langflesta vinsælustu þættina en það er hjá heildinni, 12-80 ára. Hins vegar er það svo að 12-80 er einfaldlega ekki markhópur. Svo fyrir auglýsendur segir þetta ekki neitt. Birtingahúsum er nákvæmlega sama um hvað sjónvarpsstöðvarnar röfla og tauta. Þau hafa tölurnar sem skipta máli beint fyrir framan sig.
Þannig getur vel verið að til að ná til 18-35 ára kvenna á höfuðborgarsvæðinu sé alls ekkert best að velja 10 vinsælustu þætti landsins til að birta í. Kannski er 22. vinsælasti þátturinn betri, bæði upp á verð og markhóp.
Sama hvaða standpínukeppni er í gangi milli stöðvanna, þá er hún að mestu gagnslaus. Langflestar birtingar í sjónvarp eru keyptar af birtingahúsum sem hlusta ekki á þessa vitleysu. Hverju hefur þetta þá skilað? Jú, Jón Jónsson í Grýtubakka veit að RÚV er langvinsælasta stöðin hjá Íslendingum. En Jón Jónsson birtir bara aldrei í sjónvarpi.
Breytt 8.3.2008 kl. 00:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning