Þriðjudagur, 11. mars 2008
Ný úttekt sýnir auglýsingar lifa í kreppu
Þar segir í stuttu máli að kreppa sé yfirvofandi og auglýsingar í helstu miðlum muni dragast saman (ekkert nýtt þar). Hins vegar er bent á að mælanlegar birtingar gagnvirkrar markaðssetningar (e. interactive marketing) muni lifa þessa kreppu af. Ástæðan er sú að á meðan t.d. sjónvarpsauglýsingar miði oft að uppbyggingu vörumerkis þá sé gagnvirkir miðlar sölumiðaðri. Bent er á þrjú form sem munu lifa af:
- Ekki mun draga mikið úr vefbannerum
- Leitarauglýsingar (search advertising) munu aukast
- e-mail auglýsingar munu aukast
Einnig er bent á stóraukna notkun social miðla til markaðssetningar (fyrirtæki og samtök eru t.d. nú þegar farin að nota Facebook til markaðssetningar).
Greinin er fyrir margar sakir athyglisverð enda ekki unnin af viðvaningum en það þarf að lesa hana með staðfærslugleraugum, þ.e. að ekki allt á við um litla Ísland. Megin inntakið er þó í raun það að niðurskurður mun verða á birtingum í dýru miðlunum (Sjónvarp) og fyrirtæki munu leita leiða til að birta sölumiðaðri auglýsingar á ódýrum og mælanlegum miðlum. Þannig má búast að hérlendis leiti fyrirtæki leiða til að gera sig sýnilegri á netinu, meira en áður fyrr, og að ódýrar leiðir eins markaðssetning gegnum tölvupóstlista verði nýttar í auknum mæli - enda mjög ódýrar og mælanlegar.
Flokkur: Markaðsmál | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.