.

Lítil íslensk dæmisaga af markaðssetningu

oneiÞað er oft í þessum bransa að dæmin sem eru tekin eru erlend og fjalla um eitthvað sem gekk ofsalega vel. Hér er hins vega nýlegt, dagsatt og rammíslenskt dæmi:

Deild (íþróttagrein) hjá ónefndu íþróttafélagi í Reykjavík ákvað að reyna að fjölga iðkendum með að ná inn börnum og unglingum af erlendu bergi brotnu. Það er töluvert af þeim á þessu svæði.

Fyrirtæki var fengið til að útbúa dreifimiða á þeim málum sem þóttu nauðsynleg (m.a. pólsku) og honum dreift í hús. Svörunin var engin og menn veltu fyrir sér hvers vegna.

Þegar betur var að gáð hafði verið keypt dreifing með ónefndu dagblaði og dreifimiðarnir settir sem "insert" inn í það.

Vandamálið er að erlendar fjölskyldur sem ekki tala íslensku er afar ólíklegar til lesa íslensku.

Fjármunum hafði verið eytt, árangurinn var enginn en inneignin þeimur meiri í reynslubankanum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband