Mánudagur, 7. september 2009
Er það? Má ég sjá niðurstöður?
Ég set alltaf spurningamerki við svona staðhæfingar. Í Pressunni er Jón Hákon Magnússon titlaður ímyndarsérfræðingur. Hann er þá sjálfskipaður því ég þekki ekki til þess að þetta vinnuheiti sé verndað og án þess að ég vilji gera lítið úr þekkingu hans - reynslan talar sínu máli - þá finnst mér svona staðhæfingar frekar aumar ef ekki er hægt að vitna í einhverjar rannsóknir sem styðja við mál manna. Það má vel vera að vörumerkið Landsbankinn sé laskað innanlands en mér þætti gaman að sjá niðurstöður þeirrar könnunar sem setur bankann í sama flokk og Al Qaeda í hugum bresks almúga.
Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að taka afstöðu til breytinga á nafni bankans heldur leiðast mér staðhæfingar sem virðast vera dregnar úr loftinu. Ég tek það líka skýrt fram að ég efa ekki að Jón Hákon sé yfirleitt fær í sínu fagi.
Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.