.

Óstundvísi: 5=20

Big BenEinn af göllum okkar Íslendinga - og reyndar margra annarra þjóða - er óstundvísi. Yfir páskana kom nokkuð athyglisverð sýn fram frá eigenda eins fyrirtækis:

Ef einstaklingur kemur fimm mínútum of seint á fund með þremur öðrum, þá er hann 20 mínútum of seint. Ástæðan: hann er búinn að eyða 5 mínútum af tíma allra fjögurra - samtals 20 mínútum af tíma fyrirtækisins.

Auðvitað er heilmikill sannleikur í þessu og næst þegar þú ert afslappaður yfir því að mæta "bara nokkrum mínútum of seint", settu það þá í þetta samhengi. Safnast þegar saman kemur.

Viral markaðssetning

Í bók sinni "The fall of advertising and the rise of PR", sem ég dustaði rykið af um daginn, tala höfundar um skort auglýsingastofa á tiltrú á þeirri kynningaleið sem þeir reyna að selja - auglýsingum. Hvenær sér maður auglýsingar frá auglýsingastofum að kynna sína þjónustu? Sjaldan.

Hins vegar er til skemmtilegt dæmi um "auglýsingu" frá þýska fyrirtækinu VM-People sem sérhæfir sig í viral markaðssetningu. Þetta er reyndar below-the-line birtingaform en auglýsing engu að síður (þó auglýsingar séu strangt til tekið skilgreint birtingaform í keyptu plássi). Hún er bæði sniðug en útskýrir í leiðinni starfsemi fyrirtækisins mjög vel.

Lítil íslensk dæmisaga af markaðssetningu

oneiÞað er oft í þessum bransa að dæmin sem eru tekin eru erlend og fjalla um eitthvað sem gekk ofsalega vel. Hér er hins vega nýlegt, dagsatt og rammíslenskt dæmi:

Deild (íþróttagrein) hjá ónefndu íþróttafélagi í Reykjavík ákvað að reyna að fjölga iðkendum með að ná inn börnum og unglingum af erlendu bergi brotnu. Það er töluvert af þeim á þessu svæði.

Fyrirtæki var fengið til að útbúa dreifimiða á þeim málum sem þóttu nauðsynleg (m.a. pólsku) og honum dreift í hús. Svörunin var engin og menn veltu fyrir sér hvers vegna.

Þegar betur var að gáð hafði verið keypt dreifing með ónefndu dagblaði og dreifimiðarnir settir sem "insert" inn í það.

Vandamálið er að erlendar fjölskyldur sem ekki tala íslensku er afar ólíklegar til lesa íslensku.

Fjármunum hafði verið eytt, árangurinn var enginn en inneignin þeimur meiri í reynslubankanum.

Stærsta útiskilti heims komið upp í Hong Kong

hk1Stærsta auglýsingaskilti í heimi hefur verið reist í Hong Kong. Skiltið spannar 27 hæðir á háhýsi í miðborg þessarar fyrrum bresku nýlendu.

Að sögn fulltrúa Calvin Klein er markmiðið m.a. að "auka meðvitund á vörumerkinu".  Hann segir einnig að þau hafi fengið jákvæð viðbrögð.

Calvin Klein notaði eigin auglýsingastofu til verksins sem verður sýnilegt til 15. apríl.

Ný úttekt sýnir auglýsingar lifa í kreppu

Picture 3Forrester Research birti nýlega stutta úttekt sem nefnist “Strategies For Interactive Marketing In A Recession”. Hægt er að sækja greinina í pdf sniði hér að neðan.

Þar segir í stuttu máli að kreppa sé yfirvofandi og auglýsingar í helstu miðlum muni dragast saman (ekkert nýtt þar). Hins vegar er bent á að mælanlegar birtingar gagnvirkrar markaðssetningar (e. interactive marketing) muni lifa þessa kreppu af. Ástæðan er sú að á meðan t.d. sjónvarpsauglýsingar miði oft að uppbyggingu vörumerkis þá sé gagnvirkir miðlar sölumiðaðri. Bent er á þrjú form sem munu lifa af:
  •  Ekki mun draga mikið úr vefbannerum
  •  Leitarauglýsingar (search advertising) munu aukast
  •  e-mail auglýsingar munu aukast


Einnig er bent á stóraukna notkun social miðla til markaðssetningar (fyrirtæki og samtök eru t.d. nú þegar farin að nota Facebook til markaðssetningar).

Greinin er fyrir margar sakir athyglisverð enda ekki unnin af viðvaningum en það þarf að lesa hana með staðfærslugleraugum, þ.e. að ekki allt á við um litla Ísland. Megin inntakið er þó í raun það að niðurskurður mun verða á birtingum í dýru miðlunum (Sjónvarp) og fyrirtæki munu leita leiða til að birta sölumiðaðri auglýsingar á ódýrum og mælanlegum miðlum. Þannig má búast að hérlendis leiti fyrirtæki leiða til að gera sig sýnilegri á netinu, meira en áður fyrr, og að ódýrar leiðir eins markaðssetning gegnum tölvupóstlista verði nýttar í auknum mæli - enda mjög ódýrar og mælanlegar.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Podvörpin komin á síðuna

podcastHér til hliðar eru Podvörp Ráðsins komin í tónlistarspilarann. Til að gerast áskrifandi í iTunes, smellið hér.

 

Til að fræðast um Podvörp (Podcasts) smellið hér (Apple) og hér (Wikipedia).

 

Góða hlustun. 

 


Síða mánaðarins

Ráðinu barst ábending um vef - eða öllu heldur hluta vefs sem verður að teljast sem kynningarefni - sem er svo skemmtilegur að fátt hefur vakið jafn mikla kátínu í langan tíma. Hema í Hollandi notar þarna undirsíðu til að auglýsa vöruúrval og verð á mjög svo skemmtilegan hátt. Allir er hvattir til að smella á myndina hér að ofan og láta síðan síðuna skemmta sér. Ekki skrolla - ekki gera neitt. Bara horfa og skemmta sér.

Hollenskumælandi einstaklingar mega endilega senda Ráðinu póst og segja því betur frá þessu fyrirtæki.

Palli í podcastinu

UPPFÆRT: Nú er hægt að hlusta á Podvörpin þ.m.t. viðtalið við Pál Óskar í tónlistarspilaranum efst til vinstri á síðunni. 

Það er komið nýtt Podvarp þar sem Páll Óskar fjallar á mjög áhugaverðan hátt um hvernig er að standa sjálfur í plötuútgáfu, framtíð tónlistar og ótal fleiri hluti. Eins og honum einum er lagið tekst honum að gera 18 mínútna viðtal allt of stutt.

Það kemur í ljós í þessu viðtali að Páll Óskar er ekki einungis frábær skemmtikraftur (vinsældalistar ljúga ekki) heldur einnig með nef fyrir viðskiptum og markaðssetningu.

Verst að Palli er fyrst og fremst listamaður. Annars gæti hann verið retail ráðgjafi stóru fyrirtækjanna.


Má bjóða þér Fairtrade kaffi og orkusparandi peru?

Á heimasíðu Auglýsingamiðlunar er að finna skemmtilega grein eftir Þórdísi Jónsdóttur og Rúnu Dögg Cortez:

-------------------------------------------------------------------------------------------
Eru neytendur farnir að stjórna markaðsaðgerðum meira en fyrirtæki gera sér grein fyrir? Búa fyrirtækin til þörfina fyrir vörum sínum og þjónustu eða koma kröfur í auknu mæli frá neytendum sem ýtir á þróun þjónustu og vöru?

Margir litlir þættir gera það að verkum að allt í einu er tiltekin vara orðin vinsælli en önnur og í mörgum tilfellum er engin skýring fyrir vinsæld hennar. Neytendur grípa á lofti hugmyndir sem þeir fylgja til skamms tíma og gera að lífstíl.
Erfitt er að segja til um hvenær ákveðin bylgja er orðin að trendi vegna þess hve huglægt það er en ýmsar vísbendingar eins og til dæmis aukning í sölu, fjöldi nýskráðra í tiltekna þjónustu, aukin umfjöllun um málefni í fjölmiðlum o.s.frv. getur gefið kynna að um trend sé að ræða.

Eflaust eru ákveðnir þjóðfélagshópar næmari fyrir trendum en aðrir eða að trend eru meira áberandi hjá sumum hópum. Oft er það svo að eitthvað æði grípur um sig til dæmis meðal unglinga. Ákveðin tíska brýst út og fer hratt um unglingahópinn. Síðastliðið vor var sennilega annar hver unglingur með arabaklút og í Kawasaki strigskóm hér á Íslandi. Joe Boxer náttbuxnaæði fór sem hvirfilvindur um landið á síðasta ári og lifir enn. Fyrir tæpum 20 árum sá Vinnufatabúðin um að klæða unglinga, annar hver unglingur var í svörtum eða grænum Fighter jakka og hermannaskóm úr Vinnufatabúðinni. Hvað er það sem kemur slíku æði af stað? Söluaðilar arabaklúta á Íslandi voru ekki með miklar markaðsaðgerðir í gangi, ekki heldur söluaðilar Kawasaki skó fyrr en helmingur unglinga var þegar búinn að verða sér úti um skóna. Það voru því ekki hefðbundnar markaðsaðgerðir sem leiddu trendið heldur varð það til innan hópsins. Það er erfitt að benda á þann eða þá sem hrintu slíku æði í gang. Var það ákveðinn hópur unglinga sem leiddi trendið? Voru vörurnar áberandi í sjónvarpsefni sem hópurinn fylgdist með? Hvað er það sem stjórnar því hvort vara/þjónusta nær hámarki og hvað geta fyrirtæki gert til að hámarka árangur sinn?

Ekkert eitt lögmál virðist stjórna, einmitt það gerir þetta spennandi. Meira eins og veðurspáin þar sem fjölmargir þættir ráða hvort við eigum sólríkan dag eða ekki. Engu að síður er reynt að spá fyrir um og hafa áhrif á þessa þætti. Gæði vöru/þjónustu skiptir máli, eftirspurn, ímynd hennar; sú tilfinning sem hún skilur eftir sig. Kannski er trend nákvæmlega það sem ekki er hægt að festa fingur á. Trendsetterar eru oft viðkvæmir fyrir því þegar trendið sem þeir hrærast í er komið upp á yfirborðið og “allir” eru farnir að gangast við trendinu. Trend færist til. Byrjar að springa út hjá litlum hópi, smám saman stækkar hópurinn og hægt er að benda á trendið. Trendsettar “gefa” frá sér kyndilinn og fyrr en varir er trendið sem byrjaði hjá takmörkuðum hópi orðið að normi hjá breiðum hópi.

Hinn upplýsti neytandi er kominn til að vera. Hann ákveður sumarfríið sitt sjálfur með aðstoð netsins, kaupir sér vörur á netinu, stjórnar fjármálum sínum í gegnum netbanka.

Mikil vitundarvakning í heilsu- og umhverfismálum er staðreynd. Það er engin tilviljun að stórar verslunarkeðjur eins og Tesco, ASDA og Sainsburys eru farnar að selja bómullarboli sem gerðir eru úr lífrænt ræktaðri bómull, selja Fairtrade kaffi og orkusparandi ljósaperur. Allt er þetta gert til að hreinsa bæði samvisku þeirra og okkar því þegar öllu er á botni hvolft viljum við jú öll fara að sofa aðeins ánægðari með okkur og okkar hlut í þessum heimi. Vitundarvakningin er trend sem breiðist hægt og rólega út. Eftir nokkur ár verður hún orðin að normi.

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera með vel skilgreinda vöru/þjónustu og greiningu á neytendum sínum og þeim hópi sem þeir vilja ná betur til. Hverju kallar neytandinn eftir, hverjar eru þarfir hans? Úr hvaða átt kemur næsta trendbylgja? Hvernig er best að bregðast við henni til að ná leiðandi stöðu meðal samkeppnisfyrirtækja?

Greiningarvinna auðveldar fyrirtækjum að nálgast neytendur sína og getur skipt sköpum í samkeppni við önnur fyrirtæki. Það getur verið vinna að fylgjast með þeim trendum sem eru í gangi og í uppsiglingu en með markvissu starfi er það framkvæmanlegt og ætti að vera fastur þáttur í markaðsstarfssemi fyrirtækja.

Mikið úr litlu

Ráðið er afskaplega hrifið af því þegar fólk bjargar sér í markaðssetningu - án þess endilega að hafa miklar fjárhæðir að moða úr.

Gott dæmi eru nemendur úr Fjölbraut í Garðabæ sem eru að setja upp söngleik. Sjálfsagt er hann auglýstur og rækilega kynntur gegnum ýmsar boðleiðir en leikarar og aðstandendur bjuggu til lítinn viðburð á Laugaveginum til að vekja athygli á verkinu.

Fulltrúi Ráðsins var á Laugaveginum síðustu helgi og varð þá var við mikil læti og húllumhæ í formi mini-gleðigöngu (Gay pride). Þegar betur var að gáð - og forvitnin tók sannarleg yfir - voru þetta FG liðar að kynna verkið sitt. Meðfylgjandi mynd sýnir frá uppákomunni.

Klapp á bakið fyrir uppátækið og til allra þeirra sem gera mikið úr litlu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband