.

Færsluflokkur: Bloggar

Pælingar um kattaslag Símans og Sko

Picture 3Frétt Mbl.is um skot Sko á Símann bendir á skemmtilegan kattaslag. Annars vegar eru það Valgeir Magnússon (Valli Sport á Pipar) og Linda Waage á Símanum sem segja auglýsingu Sko í raun eingöngu benda á herferð Símanns og sína vott um hugmyndaskort. Hins vegar er það fulltrúi Sko sem segir herferð Símans tilkomna af áhyggjum af vexti Sko.

Málið er að herferð Símans er afskaplega athyglisverð og áberandi þó sitt sýnist hverjum. Þeir hafa sín markmið og sinn markhóp en ekki fæst annað séð en að herferðin í heild (Sjónvarp, útvarp, net og mögulega fleira) sé verulega vel heppnuð. Hún vekur mjög mikla athygli, bæði vegna mikilla birtinga en ekki síður vegna allrar athyglinnar sem verið hefur í kringum Merzedes Club, gerð myndbandsins o.fl.

Svar Sko er ekkert í líkingu enda ekki um herferð að ræða heldur einungis birtingar í útvarpi. Markmiðið, eins og fram kemur í frétt Mbl.is, er að benda á ákveðna sérstöðu (5 vinir). En fyrir það eitt að vekja athygli hlýtur tilgangur Sko einnig að hafa náðst. Valli, sem reyndur auglýsinga- og PR maður hlýtur sjálfur að meta gildi auglýsinga sem vekja athygli og ná að koma lykilskilaboðum áleiðis í leiðinni. Það er jú fjallað um þetta í stærsta vefmiðli landsins.

Væntanlega er það ekki fyrsti kostur auglýsenda að eyða fjármunum í svar/skot á keppinaut. Fókusinn er þá kominn á tvö fyrirtæki og það vinnast fáir Lúðrar á þannig auglýsingar (Hive-Belja er undantekningin þar). Viðbrögð Valla og Símans eru hins vegar mjög skiljanleg. Það er leitun að jákvæðum viðbrögðum við skotum á eigin herferðir. Því miður veður þó sennilega ekki framhald á þessum slag enda yrði hann sennilega ójafn - allavega hvað varðar birtingamátt.


mbl.is Sko skýtur föstum skotum á Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froðuborg Sony

Sony auglýsingarnar hafa orðið að hálfgerðri framhaldsseríu þar sem bopparaboltar og litasprengjur eru í fyrirrúmi. Að einhverju leyti er þetta að verða sería af gjörningum því sú nýjasta heitir "Uppgötvaðu Froðuborgina".

 


Hvernig á að markaðssetja penna?

picture_1.png

Það er hægt að búa til ímynd glæsileika í kringum penna eða einfaldlega hafa þó ódýra og fáanlega allsstaðar. En hvað ef þú vilt skera þig úr og markaðssetja nýja línu á frumlegan hátt? OfficeMax var með ódýra penna og opnuðu æðislega síðu til að skapa létta og skemmtilega ímynd. Ég hvet alla lesendur til að taka þátt í prófinu (tekur 5 mínútur) og sjá niðurstöðuna. Mér finnst þetta allavega fyndið :)

það er svo annað mál hvort þetta hjálpar raunverulega að selja fleiri Tul penna. Sölutölur OfficeMax leiða það í ljós. 

 


Trendin byrja í austri

Ganguro stelpur

Ég man að þegar ég var í Tokyo á síðasta ári þá vakti það mikla athygli mína sú tíska unglinga sem nefnist Ganguro (kallað appelsínugula fólkið þar ytra). Í grunnatriðum eru unglingarnir ofurbrúnir með aflitað hár og svo eins ýkt í klæðaburði eins og kostur er - án þess þó að missa sig í einhverjar lolitupælingar (eins og líka var nokkuð vinsælt). Þetta var sérstaklega áberandi í Shibuya, aðal tískuhverfi borgarinnar. Ég uppgötvaði í þessari ferð að allt byrjar í austri og ferðast vestur: Sólin, leikjatölvur....og tíska. Mér fannst Tokyobúar yfirmáta svalt fólk sem borðar á ubersvölum veitingastöðum, tekur vestræna tónlist og gerir hana ennþá flottari og eru með nýjustu og flottustu græjurnar. Ég ætla ekki einu sinni að minnast á neðanjarðarlestarnar þeirra - þær hljóta að koma til London eftir kannski 100 ár.

Nú sé ég í færslu Sigmars Kastara að hann óttast að eignast tengdason sem er einmitt appelsínugulur. Bráðsmellið innskot sem einhverjir lesendur kunna þó að misskilja sem rasisma. Samkvæmt einu svari þá er þessi tíska komin vestur og gott ef ég hef ekki séð íslenskar "ganguro" stelpur í Smárabíói um daginn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband