.

Trendin byrja í austri

Ganguro stelpur

Ég man að þegar ég var í Tokyo á síðasta ári þá vakti það mikla athygli mína sú tíska unglinga sem nefnist Ganguro (kallað appelsínugula fólkið þar ytra). Í grunnatriðum eru unglingarnir ofurbrúnir með aflitað hár og svo eins ýkt í klæðaburði eins og kostur er - án þess þó að missa sig í einhverjar lolitupælingar (eins og líka var nokkuð vinsælt). Þetta var sérstaklega áberandi í Shibuya, aðal tískuhverfi borgarinnar. Ég uppgötvaði í þessari ferð að allt byrjar í austri og ferðast vestur: Sólin, leikjatölvur....og tíska. Mér fannst Tokyobúar yfirmáta svalt fólk sem borðar á ubersvölum veitingastöðum, tekur vestræna tónlist og gerir hana ennþá flottari og eru með nýjustu og flottustu græjurnar. Ég ætla ekki einu sinni að minnast á neðanjarðarlestarnar þeirra - þær hljóta að koma til London eftir kannski 100 ár.

Nú sé ég í færslu Sigmars Kastara að hann óttast að eignast tengdason sem er einmitt appelsínugulur. Bráðsmellið innskot sem einhverjir lesendur kunna þó að misskilja sem rasisma. Samkvæmt einu svari þá er þessi tíska komin vestur og gott ef ég hef ekki séð íslenskar "ganguro" stelpur í Smárabíói um daginn.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram með appelsínugula fólkið!

Kúl að vera brúnn :)

 Rannveig

Rannveig (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband