.

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Allir tapa

Þetta hlýtur að virka á hinn veginn líka og grafískir hönnuðir ættu að geta gert þá kröfu á ljósmyndara að þeir vinni ekki myndir sínar heldur taki þær eingöngu (þ.e.a.s. ef myndvinnsla er lögvarin starfsemi grafískra hönnuða). Þá þurfa ljósmyndarar að senda myndir sínar á grafíska hönnuði, verðið rýkur upp úr öllu valdi og allir tapa.

Ég velti líka fyrir mér hvort ófaglærðir íslenskir "ljósmyndarar" megi þá hafa tekjur af sölu mynda á vefsíðum á borð við nordicphotos.com, istockphoto.com og tugum annarra slíkra síðna. Það væri gaman að heyra haldbær rök löglærðra ljósmyndara en það er erfitt að sjá þau í fljótu bragði.


mbl.is „Þarf líklega að hætta starfsemi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er myndbandið...

http://www.youtube.com/watch?v=juPyMmUGN2o
mbl.is Roubini segir Grikkland aðeins toppinn á ísjakanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það? Má ég sjá niðurstöður?

Ég set alltaf spurningamerki við svona staðhæfingar. Í Pressunni er Jón Hákon Magnússon titlaður ímyndarsérfræðingur. Hann er þá sjálfskipaður því ég þekki ekki til þess að þetta vinnuheiti sé verndað og án þess að ég vilji gera lítið úr þekkingu hans - reynslan talar sínu máli - þá finnst mér svona staðhæfingar frekar aumar ef ekki er hægt að vitna í einhverjar rannsóknir sem styðja við mál manna. Það má vel vera að vörumerkið Landsbankinn sé laskað innanlands en mér þætti gaman að sjá niðurstöður þeirrar könnunar sem setur bankann í sama flokk og Al Qaeda í hugum bresks almúga.

 Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að taka afstöðu til breytinga á nafni bankans heldur leiðast mér staðhæfingar sem virðast vera dregnar úr loftinu. Ég tek það líka skýrt fram að ég efa ekki að Jón Hákon sé yfirleitt fær í sínu fagi.


mbl.is Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Linkur á viðtalið...

http://www.cnbc.com/id/15840232?video=1188911269&play=1
mbl.is Einbeiti sér að uppbyggingu heimafyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sokkinn kostnaður Steinunn mín

"Búið væri að verja miklum fjármunum til framkvæmdarinnar og panta inn margs konar búnað". Þetta sagði Steinunn en þekkir væntanlega ekki hið einfalda hugtak "sokkinn kostnað". Leyfum vísindavef að skilgreina þetta fyrir okkur:

Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.

Að eyða milljörðum í tónlistarhús á þessum tímum er hin mesta firra að mínu mati. Húsið er á engan hátt nauðsynlegt þó vissulega væri gaman að hafa það - ef við værum bara efnuð þjóð.

Þeir sletta skyrinu sem eiga það en nú er lítið af því hvíta.


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Nike auglýsing - Take it to the next level

Þessi viral auglýsing frá Nike er hreint út sagt mögnuð. Hvaða knattspyrnuunnandi sem er getur sett sig í þau spor að hafa dreymt um þetta ferðalag. Stórt húrra fyrir Nike.


Áætlun segir ekki alltaf til um útkomu.

Það er vissulega gott að nefnd hafi verið sett á laggirnar um stefnumörkun fyrir ímynd Íslands. Hins vegar er það svo að það sem lönd vilja vera fræg fyrir er ekki endilega það sem þau eru fræg fyrir.

Gott dæmi um það er Malasía þar sem fólk telur almennt landið vera þekkt fyrir allt aðra hluti en það er þekkt fyrir. Nú tala ég af töluverðri reynslu eftir tveggja ára búsetu í Kuala Lumpur. Þar er fólk stolt af matargerðinni, fjölbreytileika mannlífsins og verslunarmenningunni. Hinn almenni vestræni ferðamaður er sennilega að hugsa um margt annað áður en hann kemur niður á þessi þrjú atriði.

Þetta er einnig það sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í umbyltingu á ímynd Íslands. Það sem við viljum vera er ekki endilega það sem við erum og það er snúið að breyta staðalmyndum sem mótast hafa í áratugi.

En Ráðið deilir ekki við fagfólk nefndarinnar en vill bara benda á þessa litlu staðreynd. Malasía hefur í seinni tíð gert nokkuð vel að kynna fjölbreytileika þjóðarinnar og náttúrufegurð eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Ef myndband birtist ekki þá er slóðin http://www.youtube.com/watch?v=nSqI9_pmqOc&feature=related 


mbl.is Stefnt að samræmingu kynningarstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McCain með "eigið" myndband líka

Er þetta raunverulegt svar McCain við myndbandi Obama? Sennilega ekki en bráðskemmtilega hallærislegt. Nú fer baráttan fram á netinu vestanhafs.


mbl.is Obama setur skattskýrslu sína á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óstundvísi: 5=20

Big BenEinn af göllum okkar Íslendinga - og reyndar margra annarra þjóða - er óstundvísi. Yfir páskana kom nokkuð athyglisverð sýn fram frá eigenda eins fyrirtækis:

Ef einstaklingur kemur fimm mínútum of seint á fund með þremur öðrum, þá er hann 20 mínútum of seint. Ástæðan: hann er búinn að eyða 5 mínútum af tíma allra fjögurra - samtals 20 mínútum af tíma fyrirtækisins.

Auðvitað er heilmikill sannleikur í þessu og næst þegar þú ert afslappaður yfir því að mæta "bara nokkrum mínútum of seint", settu það þá í þetta samhengi. Safnast þegar saman kemur.

Viral markaðssetning

Í bók sinni "The fall of advertising and the rise of PR", sem ég dustaði rykið af um daginn, tala höfundar um skort auglýsingastofa á tiltrú á þeirri kynningaleið sem þeir reyna að selja - auglýsingum. Hvenær sér maður auglýsingar frá auglýsingastofum að kynna sína þjónustu? Sjaldan.

Hins vegar er til skemmtilegt dæmi um "auglýsingu" frá þýska fyrirtækinu VM-People sem sérhæfir sig í viral markaðssetningu. Þetta er reyndar below-the-line birtingaform en auglýsing engu að síður (þó auglýsingar séu strangt til tekið skilgreint birtingaform í keyptu plássi). Hún er bæði sniðug en útskýrir í leiðinni starfsemi fyrirtækisins mjög vel.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband